top of page

HUNTINGTON

 

HD (Huntington) er arfgengur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af versnandi tapi á sjálfviljugri hreyfistjórn og aukningu á ósjálfráðum hreyfingum.

HD SAMTÖKIN

 

Tilgangur HD samtakanna er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru Huntingtons sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Samtökin eru málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.

Aðalfundur HD samtakanna

25 maí, kl. 14:00

Bragginnn, Náðhús, Nauthólsvík

Fyrsti aðalfundur HD samtakanna verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2022 í Náðhúsinu, Bragganum við Nauthólsvík. Allir félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Vinsamlegast skráið komu ykkar á fundinn á skráningarforminu hér að neðan. 

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

 2. Skýrsla stjórnar

 3. Ársreikningar félagsins

 4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga

 5. Upphæð árgjalds

 6. Lög félagsins

 7. Lagabreytingar

 8. Stjórn og varamenn

 9. Endurskoðandi

 10. Kosning nefnda

 11. Önnur mál

  • Kynning á stefnu félagsins


Erindi: Vigdís Fjóla Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi

Skráning á aðalfund
HD samtakanna

Þú hefur skráð komu þína á aðalfund HD samtakanna

bottom of page