Myndbönd
Stuttmynd HD samtakanna
HD-samtökin kynna með stolti stuttmynd um Huntington sjúkdóminn. Myndin er eftir Andra Frey Gilbertsson og Aron Pétur Ólafsson. Við færum öllum þátttakendum og styrktaraðila okkar kærustu þakkir!
Það er HD-samtökunum hugleikið að vekja athygli á Huntington sjúkdómnum og þeim áskorunum sem HD greindir og aðstandendur glíma við.

Stuttmynd HD samtakanna
The Broken Doll
Móðir greind með HD. Lítil stelpa sem á erfitt með að skilja og sætta sig við þennan veruleika. Og brotin dúkka. Uppáhaldsleikfangið hennar, sem hefur alltaf fylgt henni, á gleði- og sorgarstundum. Alveg eins og mamma hennar.
The Broken Doll - A story of Huntington Disease, er fyrsta teiknimyndin um Huntingtons sjúkdóminn.
Teiknimyndin var gerð með það að markmiði að útskýra fyrir börnum hegðun, sem er þeim óskiljanleg, mömmu eða pabba, með samskiptatæki og tungumáli sem hentar þeim. Þrátt fyrir að litið sé á HD sem „hreyfingartruflanir“, einkennist hún í raun einnig af hegðunarröskunum, með tíðum reiðisköstum, skapsveiflum, munnlegri og líkamlegri árásargirni, með óumflýjanlegum áhrifum á börn í fjölskyldunni.



