top of page

Þú getur lagt þitt af mörkum

Tilgangur HD samtakanna er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru Huntington sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Samtökin eru málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.

HD samtökin njóta lítilla opinberra styrkja og innheimtir lágt félagsgjald svo velvild einstaklinga, félaga og fyrirtækja stendur undir meginstarfsemi samtakanna.

HD samtökin eru enn á undirbúningsstigi og tökum við fagnandi á móti öllum félögum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu með okkur. Félagsgjald er 5.000 kr. fyrir árið.

Vinir HD samtakanna eru þeir stuðningsaðilar sem styrkja samtökin og starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Einnig eru samtökin með styrktarsjóð fyrir frjáls framlög.

Vissir þú að HD samtökin eru skráð á almannaheillaskrá?

Það þýðir að þegar þú styrkir okkur getur þú fengið skattfrádrátt. Nánari upplýsingar um skattfrádrátt er að finna hér:

https://www.skatturinn.is/.../almannaheillaskra.../...

bottom of page