HUNTINGTON
HD (Huntington) er arfgengur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af versnandi tapi á sjálfviljugri hreyfistjórn og aukningu á ósjálfráðum hreyfingum.
HD SAMTÖKIN
Tilgangur HD samtakanna er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru Huntingtons sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Samtökin eru málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.

Aðalfundur
Aðalfundur HD-Samtakanna verður 8 júní kl 17 til 18. Staðsetning verður tilkynnt síðar.
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og hafa greitt árgjald til félagsins.
Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til meðferðar:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Ársreikningar félagsins lagðir fram.
d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum.
e) Upphæð árgjalds ákveðin.
f) Lagabreytingar
g) Kosning stjórnar, og minnst einn í varastjórn.
h) Kosning endurskoðanda
i) Kosning nefnda
j) Önnur mál.
Eftir fundinn, kl. 18 til 19, mun María Rúnarsdóttir vera með vinnustofu um tryggingamál og réttindi sem gagnast félagsmönnum.
Fundinum verður streymt fyrir þá sem þess óska (tengill verður settur upp á facebook síðu félagsins).