top of page

HUNTINGTON

 

HD (Huntington) er arfgengur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af versnandi tapi á sjálfviljugri hreyfistjórn og aukningu á ósjálfráðum hreyfingum.

HD SAMTÖKIN

 

Tilgangur HD samtakanna er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru Huntingtons sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Samtökin eru málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.

Stuttmynd HD samtakanna

Stuttmynd HD samtakanna

Styrkur vegna sálfræðiþjónustu

HD-samtökin á Íslandi bjóða upp styrki vegna sálfræðiþjónustu fyrir þá sem eru félagar í samtökunum.

 

Um er að ræða niðurgreiðslu á útlögðum kostnaði félagsmanna. 

 

Sótt er um styrk með því að hafa samband við félagið í gegnum tölvupóst (hdsamtokin@gmail.com). Í tölvupóstinum þarf að fylgja með kvittun vegna sálfræðiþjónustu ásamt upplýsingum um greiðanda. 

Miðvikudagar á Kaffi Mörk

Á miðvikudögum kl. 15:30 hittumst við á Kaffi Mörk á Mörk hjúkrunarheimili, Suðurlandsbraut 66,

108 Reykjavík í létt spjall. Öll hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur. 

Kaffi Mörk er í austurhúsum rétt við enda tengigangs sem liggur frá aðalanddyri hjúkrunarheimilisins til austurs. Skjólsæl og rúmgóð útistétt þar sem gott er að njóta veitinga í góðu veðri. Kaffi Mörk selur rjúkandi kaffi, te, súkkulaði og gos ásamt gómsætu brauði og kökum yfir daginn. 

Grund_logo2.PNG
bottom of page